Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (2022)

Greiðslumat á nokkrum mínútum

Við bjóðum einfalda og hraðvirka þjónustu þegar kemur að greiðslumati. Greiðslumatið er rafrænt og tekur aðeins örfáar mínútur. Til að reikna út greiðslugetu þína sækjum við m.a. upplýsingar um launatekjur, eignir og skuldir. Það eina sem þú þarft til að hefja ferlið eru rafræn skilríki.

Gott að vita

 • Eftir að greiðslugeta er ljós er strax hægt að halda áfram og sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa eða endurfjármögnunar
 • Á meðan þú átt virkt greiðslumat getur þú farið inn í það síðar og sótt um íbúðalán vegna fasteignakaupa eða endurfjármögnunar
 • Kostnaður við greiðslumat er kr. 6.495 fyrir einstakling og kr. 9.995 fyrir hjón
 • Kostnað við greiðslumat þarf að greiða þó að verði ekki af lánveitingu
 • Ef greiðslumat er framkvæmt vegna lánveitingar hjá öðrum en Arion banka, Frjálsa lífeyrissjóðnum eða EFÍA þá þarf að fara í útibú og fá undirritað greiðslumat hjá ráðgjafa og greiða fyrir það samkvæmt verðskrá bankans
 • Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga í staðfestri sambúð sem hyggjast kaupa fasteign í sameiningu
 • Ekki er öruggt að allir lánveitendur samþykki greiðslumat frá Arion banka
 • Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti

Þú getur einnig byrjað á því að kanna mögulega greiðslugetu, það er ekki eins nákvæmt og greiðslumat en gefur góða mynd af stöðunni og er gjaldfrjálst.

Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (1)

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að klára greiðslumatið á netinu.

Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (2)

Fullgilt greiðslumat

Til að geta valið eign við hæfi er mikilvægt að þekkja eigin greiðslugetu. Greiðslumatið okkar segir til um greiðslugetu þína og tekur aðeins örfáar mínútur.

Hefja greiðslumat
Opna gilda umsókn um greiðslumat

Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (3)

Áætla greiðslugetu

Þú getur áætlað þína greiðslugetu með því að slá inn helstu upplýsingar í reiknivélina okkar. Niðurstaðan getur gefið þér vísbendingu um niðurstöðu fullgilds greiðslumats.

Opna reiknivél

Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (4)

Gildistími greiðslumats

Greiðslumatið gildir í 6 mánuði. Þú getur opnað greiðslumatið hvenær sem er á meðan það er í gildi.

Greiðslumatið lokast um leið og lánveiting er samþykkt eða hafnað.

Opna greiðslumat í gildi

Rafræn skilríki

Til að hefja greiðslumat þarft þú að vera með rafræn skilríki á farsíma.

Nánar um rafræn skilríki

 • Hvaða upplýsingar notar bankinn við gerð rafræns greiðslumats?

  Hvaða upplýsingar notar bankinn við gerð rafræns greiðslumats?

  Við gerð greiðslumats er horft á:

  • ráðstöfunartekjur (ráðstöfunartekjur eru heildarlaun að frádregnum lífeyrissjóði og staðgreiðslu)
  • greiðslur núverandi skuldbindinga
  • framfærslukostnað samkvæmt fjölskyldustærð umsækjanda
  • rekstrarkostnað núverandi fasteigna og ökutækja

  Í rafrænu greiðslumati eru allar ofangreindar upplýsingar sóttar sjálfvirkt til þriðja aðila. Launatekjur byggja á meðaltali síðustu þriggja mánaða samkvæmt staðgreiðsluskrá RSK Eignir, skuldir og greiðslur skuldbindinga eru samkvæmt skuldastöðuyfirliti og niðurstöðu eignaleitar hjá Creditinfo. Upplýsingar um fjölskyldustærð fær bankinn hjá Þjóðskrá.

 • Hvað er greiðslubyrði?

  Hvað er greiðslubyrði?

  Sú upphæð sem þarf að greiða af láni er gjarnan nefnd greiðslubyrði viðkomandi láns. Algengast er að greiða þurfi af lánum mánaðarlega og því oft talað um greiðslubyrði á mánuði. Þegar framkvæmt er greiðslumat vegna nýrrar lántöku þarf niðurstaða greiðslumats fyrir lántöku (greiðslugeta) að vera næg til að standa undir greiðslubyrði viðkomandi láns.

 • Hvað gildir greiðslumatið lengi?

  Hvað gildir greiðslumatið lengi?

  Rafrænt greiðslumat gildir í 6 mánuði eða þangað til að sótt er um lán innan 6 mánaða. Hægt er að opna greiðslumatið hvenær sem er á þeim tíma. Greiðslumat lokast um leið og lánveiting er samþykkt eða hafnað.

 • Hvað er greiðslumat?

  Hvað er greiðslumat?

  Greiðslumat er úttekt á fjárhagslegri stöðu umsækjanda. Það tekur mið af tekjum og gjöldum, eignum og skuldum en niðurstaða þess segir til um greiðslugetu umsækjanda.

  Lögum samkvæmt ber að framkvæma greiðslumat vegna allra lána yfir tveimur milljónum króna eða fjórum milljónum króna hjá hjónum eða sambúðarfólki.

  Hverri lánastofnun er heimilt að setja sérstakar vinnureglur og viðmið vegna framkvæmdar greiðslumats en þó í samræmi við reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat

 • Hvað er greiðslugeta?

  Hvað er greiðslugeta?

  Greiðslugeta er reiknuð með því að draga útgjöld umsækjanda frá ráðstöfunartekjum. Greiðslugeta er sú upphæð sem viðkomandi aðili hefur afgangs eftir að hafa staðið undir framfærslu, rekstri fasteigna og ökutækja og greiðslum núverandi skuldbindinga.

  Greiðslugeta er því í raun það svigrúm sem aðili hefur til að bæta við sig skuldbindingum eða útgjöldum.

 • Hvað ef ég get ekki farið í rafrænt greiðslumat?

  Hvað ef ég get ekki farið í rafrænt greiðslumat?

  Ef þú af einhverjum ástæðum getur ekki nýtt þér rafræna greiðslumatið okkar getur þú óskað eftir greiðslumati hjá ráðgjöfum okkar. Til þess þarft þú að skila inn nauðsynlegum fylgigögnum - sjá gátlista vegna greiðslumats.

 • Hvað kostar rafrænt greiðslumat?

  Hvað kostar rafrænt greiðslumat?

  Kostnaður við rafrænt greiðslumat er samkvæmt verðskrá hverju sinni, sjá verðskrá bankans.

  ATH innifalið í greiðslumatskostnaði er kostnaður sem fellur til vegna uppflettinga hjá þriðja aðila, þ.e. hjá RSK og Creditinfo. Ef sótt erum greiðslumat vegna lána hjá öðrum en Arion banka, Frjálsa Lífeyrissjóðnum eða EFÍA, þá þarf að fara í útibú og fá undirritað greiðslumat hjá ráðgjafa og greiða samkvæmt verðskrá.

  Kostnað við greiðslumat þarf að greiða þó að ekki verði af lánveitingu.

 • Fyrir hverja er rafrænt greiðslumat hjá Arion banka?

  Fyrir hverja er rafrænt greiðslumat hjá Arion banka?

  Allir sem náð hafa 18 ára aldri og eru með búsetu á Íslandi geta fengið greiðslumat hjá Arion banka, óháð aðal viðskiptabanka. Það eina sem þú þarft eru rafræn skilríki á farsíma. Sjá nánar um rafræn skilríki.

Hvaða upplýsingar notar bankinn við gerð rafræns greiðslumats?

Við gerð greiðslumats er horft á:

 • ráðstöfunartekjur (ráðstöfunartekjur eru heildarlaun að frádregnum lífeyrissjóði og staðgreiðslu)
 • greiðslur núverandi skuldbindinga
 • framfærslukostnað samkvæmt fjölskyldustærð umsækjanda
 • rekstrarkostnað núverandi fasteigna og ökutækja

Í rafrænu greiðslumati eru allar ofangreindar upplýsingar sóttar sjálfvirkt til þriðja aðila. Launatekjur byggja á meðaltali síðustu þriggja mánaða samkvæmt staðgreiðsluskrá RSK Eignir, skuldir og greiðslur skuldbindinga eru samkvæmt skuldastöðuyfirliti og niðurstöðu eignaleitar hjá Creditinfo. Upplýsingar um fjölskyldustærð fær bankinn hjá Þjóðskrá.

Hvað er greiðslubyrði?

Sú upphæð sem þarf að greiða af láni er gjarnan nefnd greiðslubyrði viðkomandi láns. Algengast er að greiða þurfi af lánum mánaðarlega og því oft talað um greiðslubyrði á mánuði. Þegar framkvæmt er greiðslumat vegna nýrrar lántöku þarf niðurstaða greiðslumats fyrir lántöku (greiðslugeta) að vera næg til að standa undir greiðslubyrði viðkomandi láns.

Hvað gildir greiðslumatið lengi?

Rafrænt greiðslumat gildir í 6 mánuði eða þangað til að sótt er um lán innan 6 mánaða. Hægt er að opna greiðslumatið hvenær sem er á þeim tíma. Greiðslumat lokast um leið og lánveiting er samþykkt eða hafnað.

Hvað er greiðslumat?

Greiðslumat er úttekt á fjárhagslegri stöðu umsækjanda. Það tekur mið af tekjum og gjöldum, eignum og skuldum en niðurstaða þess segir til um greiðslugetu umsækjanda.

Lögum samkvæmt ber að framkvæma greiðslumat vegna allra lána yfir tveimur milljónum króna eða fjórum milljónum króna hjá hjónum eða sambúðarfólki.

Hverri lánastofnun er heimilt að setja sérstakar vinnureglur og viðmið vegna framkvæmdar greiðslumats en þó í samræmi við reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat

Hvað er greiðslugeta?

Greiðslugeta er reiknuð með því að draga útgjöld umsækjanda frá ráðstöfunartekjum. Greiðslugeta er sú upphæð sem viðkomandi aðili hefur afgangs eftir að hafa staðið undir framfærslu, rekstri fasteigna og ökutækja og greiðslum núverandi skuldbindinga.

Greiðslugeta er því í raun það svigrúm sem aðili hefur til að bæta við sig skuldbindingum eða útgjöldum.

Hvað ef ég get ekki farið í rafrænt greiðslumat?

Ef þú af einhverjum ástæðum getur ekki nýtt þér rafræna greiðslumatið okkar getur þú óskað eftir greiðslumati hjá ráðgjöfum okkar. Til þess þarft þú að skila inn nauðsynlegum fylgigögnum - sjá gátlista vegna greiðslumats.

Hvað kostar rafrænt greiðslumat?

Kostnaður við rafrænt greiðslumat er samkvæmt verðskrá hverju sinni, sjá verðskrá bankans.

ATH innifalið í greiðslumatskostnaði er kostnaður sem fellur til vegna uppflettinga hjá þriðja aðila, þ.e. hjá RSK og Creditinfo. Ef sótt erum greiðslumat vegna lána hjá öðrum en Arion banka, Frjálsa Lífeyrissjóðnum eða EFÍA, þá þarf að fara í útibú og fá undirritað greiðslumat hjá ráðgjafa og greiða samkvæmt verðskrá.

Kostnað við greiðslumat þarf að greiða þó að ekki verði af lánveitingu.

Fyrir hverja er rafrænt greiðslumat hjá Arion banka?

Allir sem náð hafa 18 ára aldri og eru með búsetu á Íslandi geta fengið greiðslumat hjá Arion banka, óháð aðal viðskiptabanka. Það eina sem þú þarft eru rafræn skilríki á farsíma. Sjá nánar um rafræn skilríki.

Greiðslumat | Arion banki | Rafrænt á netinu á örfáum mínútum (5)

Við notum kökur

Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".

Samþykkja allar kökur Stillingar fótspora

You might also like

Latest Posts

Article information

Author: Reed Wilderman

Last Updated: 07/13/2022

Views: 6282

Rating: 4.1 / 5 (72 voted)

Reviews: 87% of readers found this page helpful

Author information

Name: Reed Wilderman

Birthday: 1992-06-14

Address: 998 Estell Village, Lake Oscarberg, SD 48713-6877

Phone: +21813267449721

Job: Technology Engineer

Hobby: Swimming, Do it yourself, Beekeeping, Lapidary, Cosplaying, Hiking, Graffiti

Introduction: My name is Reed Wilderman, I am a faithful, bright, lucky, adventurous, lively, rich, vast person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.